Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Íþróttir

Fimmtudagur 16. september 1999 kl. 15:47

UPP Á LÍF OG ÚRVALSDEILDARDAUÐA Í GRINDAVÍK

Grindvíkingar hafa aðeins einu sinni getað lagt afslappaðir í síðasta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu, 1997 en þá sigldi liðið lygnan sjó um miðja deild. Öll hin árin hefur síðasta umferðin verið darraðadans og oft ævintýraleg. „Það verður hörkuleikur í Grindavík á laugardaginn, svo mikið er víst“ sagði baráttujaxlinn Hjálmar Hallgrímsson. „Leikurinn verður mikið taugastríð, nokkuð sem við Grindvíkingar þekkjum og höfum tekist á við áður.“ Eru allir heilir og tilbúnir í slaginn? Óli Stefán Flóventsson verður í leikbanni og Scott Ramsey hefur átt við meiðsl að stríða en verður líklegast með á laugardaginn. Það vita allir hve mikilvægur leikurinn er og leikmenn munu gefa allt sem þér eiga og rúmlega það.“ Helgi Bogason aðstoðarþjálfari sagði ekkert annað koma til greina en sigur í síðastu umferðinni. „Það er stutt á milli hláturs og gráts í boltanum en enn er þetta allt í okkar höndum og víst er að menn koma til með að selja sig dýrt á laugardaginn. Ég vona bara að fólk fjölmenni á völlinn og styðji liðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, stuðningur áhorfenda gæti skipt sköpum.“
Bílakjarninn
Bílakjarninn