Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 12. desember 2004 kl. 12:18

Unnu með meira en 100 stigum

Grindavíkurstúlkur tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ með fáheyrðum yfirburðum gegn liði Ármanns/Þróttar á föstudaginn. Lokatölur voru 13-128... Já 13-128 fyrir Grindavík. Fyrirfram var búist við auðveldum sigri, en Á/Þ eru sem stendur á botni 2. deildar án sigurs, en slíkir yfirburðir eru með ólíkindum.

Ekki þarf að hafa mörg orð um þennan leik, en þess má þó til gamans geta að Á/Þ skoraði ekki eina 2ja stiga körfu í leiknum og besti leikhluti þeirra var 2. leikhluti þar sem þær skoruðu 6 stig.

Tölfræði leiksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024