Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Unnu ferð á leik Liverpool og Arsenal
Mánudagur 2. maí 2005 kl. 12:42

Unnu ferð á leik Liverpool og Arsenal

Þeir Halldór Rúnar Þorkelsson og Agnar Sigurbjörnsson duttu svo sannarlega í lukkupottinn á laugardag, en þeir fengu fótboltaferð á leik Arsenal og Liverpool sem fer fram þann 8. maí nk. í getraunapotti Barna- og unglingadeildar Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Þeir Halldór og Ragnar voru dregni út úr potti þar sem allir sem komu í K-húsið á laugardögum og merktu við 230 til að styrkja Keflavík voru með.

Þeir hafa báðir mætt samviskusamlega á laugardögum í vetur og tippað og eru því vel að verðlaununum komnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024