Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Unnu alla leikina
Sunnudagur 5. mars 2006 kl. 14:15

Unnu alla leikina

Um helgina fór fram fjölliðamót í 11. flokki karla í körfuknattleik en mótið var haldið í Njarðvík. Njarðvíkingar sigruðu allar viðureignir sínar í mótinu en flokkurinn er einn sá sigursælasti sem fram hefur komið á sjónarsviðið í íslenskum körfuknattleik.

Drengirnir hafa ekki tapað leik í háa herrans tíð og um næstu helgi leika þeir til bikarúrslita í DHL – höllinni gegn Val en viðureign Njarðvíkinga og Vals var einmitt síðasti leikurinn á dagskrá í fjölliðamótinu í dag og hafði Njarðvík betur 48 – 44 í spennandi leik. Það má því gera ráð fyrir æsispennandi bikarúrslitaleik milli þessara liða næstu helgi.

VF – myndir/ JBÓ, [email protected]

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024