Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Unndór hættir hjá Njarðvík
Miðvikudagur 28. apríl 2010 kl. 08:44

Unndór hættir hjá Njarðvík


Unndór Sigurðsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk kvenna hjá Njarðvík þrjú síðastliðin ár, eða síðan ákveðið var að endurvekja meistaraflokk kvenna, hefur látið af störfum sem þjálfari liðsins.
„Þó svo að eitt ár sé enn eftir af samningnum þá komumst við sameiginlega að þeirri niðurstöðu að Unndór stigi af skútunni, “ er haft eftir sagði Sigurðui H. Ólafssyni, formanni kvennaráðs á vefsíðu UMFN.

„Unndór hefur verið hjá okkur í þrjú ár og unnið mikið og gott starf og hjálpað okkur við að koma kvennaboltanum aftur á kortið í Njarðvík.  Liðið náði takmarki sínu í vetur, að halda sér í deildinni og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina.  Þegar mið er tekið af því að okkar stelpur voru þær einu sem léku leiki í deildarkeppninni án útlendings, verður sá árangur að teljast mjög góður.  Við höldum bara áfram í okkar vinnu og leit að nýjum þjálfara er komin á fullt skrið.  Ég vil bara nota tækifærið og þakka Unndóri fyrir gott samstarf fyrir körfuna í Njarðvík og við óskum honum velfarnaðar í framtíðinni" er ennfremur haft eftir  Sigurði.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/www.karfan.is