Unnar Ari genginn til liðs við Þróttara
Þróttur styrkir sig fyrir átök næsta tímabils og hafa samið við Unnar Ara Hansson sem kemur til Þróttar Vogum frá Leikni Fáskrúðsfirði.
Unnar Ari sem er fæddur árið 1997 á að baki 90 mótsleiki fyrir Leikni bæði í 1. deild og 2. deild. Unnar hefur mest leikið á miðjunni hjá Leikni og Þróttarar fagna komu þessa öfluga miðjumanns og hlakkar til samstarfsins.