Ungur og efnilegur til Keflavíkur
Sigurbjörn Hafþórsson, 18 ára miðjumaður frá Siglufirði, hefur gengið til liðs við knattspyrnulilð Keflavíkur og mun skrifa undir 3ja ára samning þegar hann kemur suður um helgina.
Þrátt fyrir ungan aldur er Sigurbjörn búinn að spila mikið fyrir KS á undanförnum árum. Hann spilaði sinn fyrsta leik 2003 og spilaði þá fjóra leiki. Árið 2004 spilaði hann sex leiki og 2005 spilaði hann sautján leiki. Í sumar spilaði Sigurbjörn nítján leiki með KS/Leiftri, átján í deild og einn í bikar.