Ungur Keflvíkingur heimsækir danskt knattspyrnufélag
Samúel Kári Friðjónsson, fimmtán ára Keflvíkingur fer í vikunni til Danmerkur þar sem hann heimsækir danska félagið AGF frá Árósum. Samúel mun dvelja í nokkra daga hjá AGF m.a. leika með unglingaliði félagsins.
Samúel Kári er fæddur árið 1996 og leikur með 3. flokki Keflavíkur. Hann lék með U-17 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu í sumar og er einn af fjölmörgum ungum og efnilegum knattspyrnumönnum í Keflavík.