Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Íþróttir

Ungur Keflvíkingur heimsækir danskt knattspyrnufélag
Þriðjudagur 11. október 2011 kl. 14:28

Ungur Keflvíkingur heimsækir danskt knattspyrnufélag

Samúel Kári Friðjónsson, fimmtán ára Keflvíkingur fer í vikunni til Danmerkur þar sem hann heimsækir danska félagið AGF frá Árósum. Samúel mun dvelja í nokkra daga hjá AGF m.a. leika með unglingaliði félagsins.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Samúel Kári er fæddur árið 1996 og leikur með 3. flokki Keflavíkur. Hann lék með U-17 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu í sumar og er einn af fjölmörgum ungum og efnilegum knattspyrnumönnum í Keflavík.