Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ungu leikmennirnir fá meiri ábyrgð með Keflvíkingum í sumar
Keflvíkingar eru í æfingaferð á Spáni þessa dagana og þessar myndir eru þaðan.
Mánudagur 2. apríl 2018 kl. 12:05

Ungu leikmennirnir fá meiri ábyrgð með Keflvíkingum í sumar

Keflvíkingar í æfingaferð á Spáni

„Við höfum ekki tekið inn marga leikmenn í vetur. Við erum að reyna gefa ungu leikmönnunum sem bæði spiluðu í fyrra og hafa komið inn í þetta í vetur meiri og stærri ábyrgð. Við höfum ekki tekið marga leikmenn ennþá og ég á ekki von á að við gerum það úr því sem komið er,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Keflvíkinga í knattspyrnu í viðtali við fotbolti.net en Keflvíkingar unnu sig upp úr Inkasso deildinni í fyrra. Guðlaugur viðurkennir að hlutirnir hafi einungis þróast í þessa átt en einhverjir áttu von á því að liðið myndi styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök í efstu deild. Guðlaugur segir að það hafi verið stefnan að styrkja liðið í vetur en það hafi ekki gengið eftir.

Sigurður Garðarsson, nýr formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur tekur undir orð þjálfarans og segir að það verði að fara eftir fjárráðum deildarinnar.

„Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á milli deildanna og verkefnið er mjög verðugt það er alveg klárt. En eins og ég segi, hlutirnir hafa þróast í þessa átt og við vinnum með þennan hóp. Það eru margir efnilegir leikmenn í bland við leikmenn með mikla reynslu. Við erum að reyna búa til gott lið úr þeirri blöndu sem við höfum,“ segir Guðlaugur í viðtalinu við fotbolta.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrír leikmenn hafa gengið til liðs við Keflavíkur í vetur. Tveir þeirra, uppaldnir Keflavíkingar Aron Freyr Róbertsson frá Grindavík og Bojan Stefán Ljubicic frá Fjölni auk markvarðarins, Jonathan Faerber frá Reyni Sandgerði.



Sigurbergur Elísson á æfingu á Spáni. Á myndinni að ofan má sjá þá ábúðamikla, þjálfarana Guðlaug og Eystein Hauksson.