Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Ungt afreksfólk lærði um innkaup og næringu
    Einn þátttakenda með vörur sem hann valdi sér.
  • Ungt afreksfólk lærði um innkaup og næringu
    Helgi Rafn Guðmundsson.
Mánudagur 30. júní 2014 kl. 09:09

Ungt afreksfólk lærði um innkaup og næringu

Tóku upp á myndband.

Taekwondo deild Keflavíkur er með afreksæfingabúðir í sumar. Iðkendur æfa aukalega á hverjum degi, en einnig er farið í alls kyns önnur atriði sem eru mikilvæg. Þau lærðu betri samskipti við þjálfara í keppni, leikgreiningar á eigin og annarra bardögum, tæknigreiningu á myndbandi, markmiðasetningu, áætlanagerð og margt fleira.

Í æfingabúðunum einn daginn var farið í verslunina Kasko. Talað var um markaðsöflin og hversu margt í sem selt er í matvöruverslunum er í raun óhollt. „Skömmu eftir að farið var aðeins inn í verslunina gerðu iðkendurnir sér grein fyrir að það voru í raun miklu fleiri vörur innan seilingar sem voru „óhollar“ frekar en „hollar“. Rætt var um að fyrirtæki sem framleiða vörur í stórmakaði græði mikið á börnum, unglingum, íþróttafólki, fólki sem vill breyta heilsunni og óöguðu fólki. Einnig var rætt að flestur matur sem er með teiknimyndum á sé yfirleitt mjög óhollur en heillar yngri kynslóðina með þessari markaðssetningu,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, þjálfari.

Gengið var um alla búðina og rætt um hinar ýmsu vörur og vörutegundir. „Við sýndum kökkunum m.a. að flestar mjólkurvörurnar í búðinni er sykraðar og kenndum þeim að greina hverjar voru það ekki. Hollari valmöguleikar voru ræddir, talað um hvað væri „best - ágætt - verst“ í ákveðnum vöruflokkum.“ Iðkendurnir voru með glósubók eins og á öllum æfingum, spurðu og tóku niður punkta um það sem rætt var. Þau lærðu að velja hollara brauð, kjöt, korn, hnetur, ávexti og mjólkurvörur.

Þegar lokið var að fara í gegnum verslunina fengu iðkendur tíu mínútur til að kaupa sér fæði fyrir að hámarki 1000 krónur sem þau áttu að koma með. Allir settu í körfurnar sínar og svo var rætt um matinn sem valinn var. Sumir breyttu valinu eftir það. Mjög gott sé að hafa matvörubúð sem sé bókstaflega í næsta húsi við æfingahúsnæðið að Iðavöllum 12.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024