Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 17. apríl 2003 kl. 22:07

Ungmenni fjölmenntu í knattspyrnuskóla Arnórs

Um 40 ungmenni á Suðurnesjum hafa verið á námskeiði hjá Knattspyrnuskóla Arnórs Gudjohnsen í Reykjaneshöllinni síðustu daga. Arnór mætti á æfingu hjá knattspyrnufólkinu í morgun við góðar undirtektir. Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingunni í morgun.Markmið skólans:
· Bæta og ná fram fyrr knattspyrnulegum þroska.
· Bæta grunnþætti knattspyrnunnar.
· Lögð áhersla á tækniæfingar og bæta samhæfingu líkamans.
· Auka leikskilning með það í huga að skapa liðsheild.
· Styrkja og efla sálræna hlið nemanda.

Fundir og bókleg kennsla fer fram með áherslu á:
· Heilbrigðan lífstíl og hollt matarræði, fundir með næringarfræðingi.
· Íþróttasálfræði með áherslu á einbeitingu.
· Lagt verður mat á frammistöðu á æfingum.
· Bæta leikskilning og "taktik".

Framkvæmd skólans:
· Þjálfarar meta styrkleika og veikleika hvers nemanda í byrjun skólans.
· Þjálfarar gera einstaklings æfingaáætlun fyrir hvern og einn.
· Hver nemandi fær möppu með æfingaáætlun sem er sérsniðin fyrir hann.
· Þjálfarar skrá frammistöðu á æfingum og gefa einkunn sem er skráð í möppuna.
· Nemendur fá möppuna afhenda í lok skólans.
· Þá er búið að greina hvað nemendur hafa bætt sig og hvað þeir þurfa að leggja áherslu á og fá ráðleggingar í framhaldi af því.
· Skólinn er starfræktur 7 mánuði ársins ( ca 30 vikur).
· Morguntímar 06.30 - 07.45.
· Síðdegistímar 14.30 - 16.00.
· Miklar kröfur gerðar til þjálfara.
· Mikil samvinna við íþróttafélög og skóla.

Hver er tilgangur skólans?
· Að gefa metnaðarfullum unglingum möguleika á að verða betri knattspyrnumenn.
· Hámarka framfarir með sérsniðnum einstaklingsæfingum.
· Upp koma betri leikmenn, andlega, leikskilningslega, tæknilega, og síðast en ekki síst líkamlega. Lögð er áhersla á að æfingar í skólanum séu ekki sprett- eða úthaldsæfingar, heldur lögð ofuráhersla á einstaklinginn.
· Að skólinn búi til "betri" leikmenn sem verða foringjar í sínum félagsliðum.
· Liðin eignast fleiri leikmenn sem eiga möguleika að komast í meistaraflokka, forval landsliðshópa svo og landslið KSÍ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024