Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ungmennalandsliðin keppa í Svíþjóð: Níu frá Njarðvík með í för
Miðvikudagur 4. maí 2005 kl. 11:18

Ungmennalandsliðin keppa í Svíþjóð: Níu frá Njarðvík með í för

Tæplega 70 manna hópur ungmenna heldur utan í dag til þess að keppa í körfuknattleik fyrir Íslands hönd. Eru það fjögur yngri landslið skipuð drengjum og stúlkum 16 ára og yngri og 18 ára og yngri. Mótið sem er Norðurlandamót fer fram í Solna í Stokkhólmi í Svíþjóð og hefst á morgun.

Sex Njarðvíkingar í þessum hópi en í allt eru þeir níu. Eftirfarandi leikmenn koma úr herbúðum Njarðvíkinga:

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir (U 18)
Margrét Kara Sturludóttir (U 16)
Elías Kristjánsson (U 16)
Friðrik Guðni Óskarsson (U 16)
Hjörtur Hrafn Einarsson (U 16)
Rúnar Ingi Erlingsson (U 16)

Auk leikmannanna fara þeir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari U 16 karla, Sigmundur Herbertsson FIBA dómari og besti dómari Intersport-deildarinnar en hann var sæmdur þeirri nafnbót á lokahófi KKÍ í Stapa fyrir skömmu. Einnig með í för er Guðjón Karl Traustason sjúkraþjálfari UMFN sem verður sjúkraþjálfari allra liðanna í ferðinni.

Frá Grindavík fara fjórar stúlkur með U-16 liðinu, þær Alma Garðarsdótir, Berglind Anna Magnúsdóttir, Íris Sverrisdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir.

Keflvíkingar eiga fimm fulltrúa, þau Þröst Leó Jóhannsson, sem er í U-16 liðinu, og þær Báru Bragadóttur, Maríu Ben Erlingsdóttur og Bryndísi Guðmundsdóttur í U-18 liðinu. Þá er Kristinn Óskarsson FIBA-dómari með í för.

VF-mynd/ frá leik U 16 landsliðs kvenna


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024