Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ungmark stendur að fyrirlestri
Þriðjudagur 2. maí 2006 kl. 18:27

Ungmark stendur að fyrirlestri

Ungmark, minningarsjóður um Míle fyrrum knattspyrnuþjálfara Njarðvíkinga, stendur að fyrirlestri í Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 9. maí kl. 20:00.

 

Fyrirlesturinn kallast „Tilfinningagreind, fíknir og uppbyggjandi samskipti“ og er fyrirlesari Elías Jón Sveinsson en hann er geðhjúkrunarfræðingur sem á undanförnum árum hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið í skólum og fyrirtækjum.

 

Markmið Ungmarks er að efla unglingastarf í íþróttum í Reykjanesbæ og er sérstök áhersla lögð á forvarnarstarf gegn notkun vímuefnanotkun ungmenna. Fyrirlesturinn í næstu viku er fyrsta verkefni minningarsjóðsins.

 

VF-mynd/ Fyrsta stjórn Ungmarks við stofnun sjóðsins.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024