Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 9. janúar 2002 kl. 11:54

Unglingaráð og kvennaráð í eina sæng


Unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur verið aðskilið frá
meistaraflokki og öðrum flokki félagsins, kvennáráð hefur verið
sameinað unglingaráði og nú eru unglingar og börn af báðum kynjum
undir sama hatti. Þetta er líður unglingaráðs til að uppfylla
skilyrði sem bærinn hefur sett þeim félögum sem vilja gerast
„fyrirmyndarfélög". Unglingaráð sér nú alfarið um rekstur yngri
flokkanna og er nú að leggja af stað með fjáröflun til að standa
undir kostnaði. Fyrsta fjáröflunin sem knattspyrnudeildin setur frá
sér til unglingaráðs eru getraunirnar 1X2. Þær hafa nú verið fluttar
af skólaveginum á efri hæðina í Reykjaneshöllina en þar verður
unglingaráð með aðstöðu. Opnunartíminn til að koma og tippa hjá
unglingaráði er: föstudagskvöld til klukkan 22.00 og laugardagar þar
til leikir hefjast í enska og ítalska boltanum. Hjá unglingaráði æfa
að meðaltali um 300 börn og unglingar og leggja forráðamenn ráðsins mikinn
metnað í að hlúa sem best að iðkendunum og skaffa þeim góða þjálfara.
Aðalþjálfari drengjanna er Gunnar M. Jónsson og stúlkurnar er líka
með 3 góða þjálfara, þá Elís Kristjánsson, Huldu Jónsdóttur og Elfu Jónsdóttur. Ungmennin borga æfingagjöld, en það dugar ekki til fyrir launum þjálfara og því er farið út í þessa
fjáröflun núna. Fljótlega fara þau einnig að selja K-næluna og vonast
Grétar Ólason, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Keflavíkur,
til þess að bæjarbúar taki vel á móti sölubörnunum. „Það er mjög
mikilvægt fyrir okkur að fólk styðji við bakið á unglingaráði svo við
getum haldið úti góðri knattspyrnuþjálfun fyrir þessa krakka", sagði
Grétar Ólason að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024