Unglingar á landsmót UMFÍ
Á heimasíðu Ungmennafélags Njarðvíkur eru unglingar í Njarðvík hvattir til að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.
Unglingar á aldrinum 11-18 ára geta keppt fyrir hönd félagsins. Keppt er í fjölmörgum greinum og er tilvalið að keppa ekki bara í þeirri grein sem þau æfa.
Fjölskyldur eru jafnframt hvattar til að taka þessa helgi frá og mæta með börnin sín. Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus fjölskylduhátíð. Samhliða íþróttakeppni er boðið uppá fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Keppt verður ma. í frjálsum íþróttum, knattspyrnu, körfubolta, mótorcrossi, golfi, glímu, hestaíþróttum, sundi og skák. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að allir geta verið með og tekið þátt.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á http://www.umfi.is/umfi/unglingalandsmot