Unglingaflokkur UMFN Íslandsmeistarar
Unglingaflokkur Njarðvíkur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir sigur á KR í úrslitaleik, 63-61.
Njarðvíkingar voru lengst af með frumkvæðið en mikil spenna var undir lokin þegar KR hafði tækifæri til að jafna eða komast yfir á síðustu sekúndunum.
Kristján Sigurðsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 18 stig, en Guðmundur Jónsson kom næstur með 14 stig auk þess sem hann lék góða vörn á Brynjar Björnsson, einn öflugusta mann KR.
Þá er vert að geta framlags Egils Jónassonar, sem, þó hann héldi sig til hlés í sókninni, átti stórleik í vörn og varði 8 skot.
Þetta er annar yngriflokka titill UMFN á stuttum tíma, en 10. flokkur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi. Raunar voru nokkrir úr því liði í leikmannahópnum í dag.
VF-mynd úr safni/Jóhann Árni Ólafsson átti góðan leik fyrir Njarðvík í dag.