Unglingaflokkur kvenna í Keflavík tapaði úrslitaleiknum
Unglingaflokkur kvennna í Keflavík varð að láta sér 2. sætið á Íslandsmótinu duga eftir tap í úrslitaleik gegn Haukum um helgina. Leikurinn endaði 41:46 en Keflavíkurstúlkur leiddu í hálfleik 27:23. Keflavíkurstúlkur hafa átt mjög gott tímabil og því má segja að það hafi ekki endað vel því þær voru staðráðnar í því að sigra enda með mjög sterkt lið.