Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ungir Suðurnesjamenn í landsliðshóp í körfunni
Mánudagur 18. júlí 2016 kl. 14:59

Ungir Suðurnesjamenn í landsliðshóp í körfunni

Búið er að tilkynna 40 manna æfingahóp A-landsliðs karla í körfubolta fyrir undankeppni EM 2017. Nokkrir Suðurnesjamenn eru í hópnum og m.a. fá ungir leikmenn U20 ára liðsins að spreyta sig á æfingum með aðalliðinu á næstunni.

Craig Pedersen og þjálfarateymi hans hafa valið 41 leikmann í fyrsta æfingahóp. Æft verður fram að helgi en þá munu þeir skera niður æfingahópinn og boða þá leikmenn sem þeir velja til áframhaldandi æfinga. Undankeppnin hefst 31. ágúst með heimaleik Íslands gegn Sviss og í kjölfarið eru svo leikir gegn Belgíu og Kýpur. Leikið verður heima og að heiman fram til 17. september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikmannahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum 

Ari Gylfason · FSu

Austin Magnus Bracey · Snæfell

Axel Kárason · Svendborg Rabbits, Danmörk

Björgvin Ríkharður Hafþórsson · ÍR

Björn Kristjánsson · Njarðvík

Breki Gylfason · Breiðablik

Brynjar Þór Björnsson · KR

Dagur Kar Jónsson · St. Francis / Stjarnan

Darri Hilmarsson · KR

Elvar Már Friðriksson · Barry University / Njarðvík

Emil Barja · Haukar

Eysteinn Bjarni Ævarsson · Höttur

Finnur Atli Magnússon · Haukar

Gunnar Ólafsson · St. Francis / Keflavík

Haukur Helgi Pálsson · Njarðvík

Hjálmar Stefánsson · Haukar

Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons, Svíþjóð

Hörður Axel Vilhjálmsson · Rythmos BC, Grikklandi

Jakob Örn Sigurðarson · Boras Basket, Svíþjóð

Jón Arnór Stefánsson · Valencia, Spáni

Jón Axel Guðmundsson · Davidson / Grindavík

Kári Jónsson · Drexler / Haukar

Kristinn Pálsson · Marist University / Njarðvík

Kristófer Acox · Furman University / KR

Logi Gunnarsson · Njarðvík

Maciej Baginskij · Þór Þorlákshöfn

Martin Hermannsson · LIU / KR

Matthías Orri Sigurðarson · Colombia University / ÍR

Ólafur Ólafsson · Grindavík

Pavel Ermolinskij · KR

Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Þór Þorlákshöfn

Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Doxa Pefkon, Grikklandi

Snorri Hrafnkelsson · KR

Stefán Karel Torfason · Snæfell

Tómas Heiðar Tómasson Holton · Stjarnan

Tómas Hilmarsson · Stjarnan

Tryggvi Þór Hlinason · Þór Akureyri

Valur Orri Valsson · Keflavík

Viðar Ágústsson · Tindastóll

Ægir Þór Steinarsson · CB Penas Huesca, Spáni


Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson