Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ungir Suðurnesjakylfingar í baráttunni á Íslandsmótinu í holukeppni
Laugardagur 4. júlí 2009 kl. 10:47

Ungir Suðurnesjakylfingar í baráttunni á Íslandsmótinu í holukeppni


Karen Guðnadóttir og Guðni Friðrik Oddsson úr Golfklúbbi Suðurnesja enduðu bæði í verðlaunasæti á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi og endaði í gær.
Holukeppnin er með útsláttarfyrirkomulagi. Karen vann Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem var nýlega valin í kvennalandsliðið á 19. holu en tapaði svo fyrir Eygló Myrru Óskarsdóttur GO, í úrslitaleiknum. Guðni tapaði í undanúrslitum fyrir Guðna F. Carrico úr GR á 20. holu en hann hefur verið í toppbaráttunni hjá unglingunum undanfarin ár. Guðni vann svo Dag Jónasson í leik um 3. sætið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karen varð klúbbmeistari GS í fyrra en hún og Guðni verða bæði í baráttunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja í meistaramótinu sem hefst strax eftir helgina á Hólmsvelli í Leiru.