Ungar og efnilegar skrifa undir hjá Keflavík

Leikmennirnir sem um ræðir eru: Birna Marín Aðalsteinsdóttir, Karen Sævarsdóttir, Karen Herjólfsdóttir, Sonja Ósk Sverrisdóttir, Hildur Haraldsdóttir, Anna Rún Jóhannsdóttir, Eva Kristinsdóttir og Ingey Arna Sigurðardóttir.
Allt eru þetta leikmenn sem hafa æft með meistaraflokki í vetur og sumar hverjar einnig á síðasta ári. Er mikil ánægja meðal þeirra sem standa að kvennaknattspyrnunni í Keflavík með þennan áfanga þar sem þetta skref er það fyrsta í áfanga þeim að tryggja áframhaldandi 2. flokks og meistaraflokksstarf hjá Keflavík í framtíðinni.
Í beinu framhaldi af þessum stúlkum koma margar efnilegar stelpur til með að stíga sömu spor og þessir efnilegu leikmenn. Þessu fylgir líka sú vinna hjá þessum leikmönnum að stunda æfingar af mikilli elju.
Af vef Keflavíkur