Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 18. ágúst 2003 kl. 10:32

Ung Sandgerðismær hetja Vals í bikarúrslitum

Nína Ósk Kristinsdóttir, 18 ára Sandgerðismær, var hetja Valsstúlkna í 3-1 sigri liðsins á ÍBV í bikarúrslitaleik Visa-bikarsins í knattspyrnu sem fram fór í gær. Nína Ósk, sem lék með RKV í fyrra en skipti yfir í Val fyrir tímabilið, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö stórglæsileg mörk í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að það væri frábært fyrir svo ungan og óþekktan leikmann að skora í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. „Það er mikilll munur á að leika með Val og RKV, hér er mikið meiri vilji og metnaður. Ég var ákveðin í að standa mig vel og er ánægð að það tókst“, sagði Nína m.a.Hún var spurð að því hvað hefði farið í gegnum huga hennar þegar hún komst í færin og sagðist hún fyrst og fremst hugsað um að hitta á rammann. „Í fyrsta markinu trúði ég því varla að ég hefði skorað og í seinna markinu hélt ég að boltinn hefði farið yfir og horfði bara á grasiðen þá heyrði ég alla öskra og áttaði mig á því að ég hefði skorað aftur“, sagði hún í samtali við Morgunblaðið í morgun.
Óhætt er að segja að Nína eigi eftir að minnast þessa leiks í framtíðinni enda hefur hún ekki verið fastamaður í liði Vals á tímabilinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024