Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Undirbúningur á lokastigi - allir í hvítt!
Fimmtudagur 29. apríl 2010 kl. 13:38

Undirbúningur á lokastigi - allir í hvítt!

Spennustigið er gríðarlegt hjá bæjarbúum og ljóst er að enginn ætlar að láta þann viðburð sem fram fer í kvöld fram hjá sér fara. Miðasala hófst í gær og gekk mjög vel. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það  verði uppselt, það verður nóg pláss í húsinu. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var í óðaönn að undirbúa  sætapláss gær sem gekk mjög vel.

Vakin er athygli á því að hægt er að kaupa VIP miða niðri, en það eru sætabekkir sem hafa verið settir fyrir aftan aðra körfuna. Það er þó takmarkað sætapláss og þurfa menn sem vilja sitja á fremsta bekk á þessum stórviðburði að tryggja sér miða strax í dag. Miðanum fylgja einnig veitingar í hálfleik. ?Hægt er að panta sér slíkan miða með því að hringja í 6601713 (Hermann) eða 8619313 (Birgir). Hægt er að sjá hvernig húsið mun líta út á meðfylgjandi myndum.

Hvetjum alla til að mæta í hvítu í kvöld og skapa geggjaða umgjörð! Sama hvort það sé ljóti bolurinn með sósuslettunum eða Dolce Gabana tískubolurinn. Allir í hvítt, segir í tilkynningu frá Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024