Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Undanúrslitin klárast í kvöld
Þriðjudagur 9. janúar 2007 kl. 09:00

Undanúrslitin klárast í kvöld

Keflvíkingar mæta ungu og efnilegu liði FSu í 8-liða úrslitum karla í Lýsingarbikarnum í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram á Selfossi og hefst kl. 19:15. Leikurinn gat ekki komið á verri tíma fyrir ungt og efnilegt lið FSu sem nú hitta fyrir Keflvíkinga sem hafa tapað þremur deildarleikjum í röð.

 

Á góðum degi gætu piltarnir hans Brynjars Karls hjá FSu gert Keflavík skráveifu en nú þegar Sigurður Ingimundarson og lærisveinar hans hafa ekki fagnað sigurleik þrívegis í röð er það borin von hjá FSu að komast áfram í þessari keppni. Leikurinn hefst kl. 19:15.

 

Í Seljaskóla mætast ÍR og Skallagrímur en ÍR hafði betur gegn Sköllunum í deildarkeppninni milli jóla og nýárs. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024