Föstudagur 28. apríl 2006 kl. 09:57
Undanúrslitin klárast í kvöld
Keflvíkingar mæta ÍBV í undanúrslitum deildarbikarsins í knattspyrnu í kvöld. Það lið sem hefur betur í leiknum mætir Íslandsmeisturum FH í úrslitaleiknum. Leikur Keflavíkur og ÍBV hefst í kvöld kl. 19:00 í Egilshöll. Úrslitaleikurinn fer svo fram miðvikudaginn 3. maí.