Laugardagur 25. mars 2006 kl. 15:00
Undanúrslitin hefjast í dag
Undanúrslitin í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hefjast í dag með leik Keflavíkur og Skallagríms. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu að Sunnubraut í Keflavík og hefst kl. 16:00.
Það lið sem er fyrra til að vinna þrjá leiki kemst áfram í úrslitin.