Laugardagur 19. mars 2005 kl. 13:10
Undanúrslitin byrja í Sláturhúsinu
Í dag byrja fjögurra liða úrslitin í körfuknattleik karla. Keflvíkingar taka á móti ÍR-ingum í Sláturhúsinu í dag klukkan 14:00 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum. Liðið sem fyrr er að vinna þrjá leiki kemst í úrslitin.