Undanúrslitastund á Laugardalsvelli
Keflvíkingar mæta Víkingum í undanúrslitum VISA bikarkeppninnar í knattspyrnu kl. 20:00 á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.
Keflavík og Víkingur hafa tvívegis mæst í Landsbankadeildinni og í fyrri leiknum sem fram fór í Keflavík höfðu heimamenn betur 2-1 en liðin skildu síðan jöfn í Víkinni 1-1.
VF-mynd/ Hilmar Bragi - Stefán Örn gerir sigurmarkið gegn Víkingum í fyrri leik liðanna í Landsbankadeildinni í sumar.