Undankeppnin í Hafnarfirði í kvöld
Í kvöld fer fram undankeppnin á Íslandsmótinu í hnefaleikum en keppnin hefst kl. 20:00 í Dalshrauni 10 í Hafnarfirði í húsakynnum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar.
Þeir bardagamenn sem komast áfram í undankeppninni í kvöld mun mætast í úrslitaviðureignum í Reykjanesbæ annað kvöld en úrslitin fara fram í hnefaleikahöll HFR í Reykjanesbæ og hefjast kl. 20:00 annað kvöld.
VF-Mynd/ [email protected]– Vikar Sigurjónsson er bardagahæsti hnefaleikamaður landsins og verður með á Íslandsmótinu.