Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Una með 17 ára liðinu til Belfast
Mynd Keflavík.is
Miðvikudagur 2. apríl 2014 kl. 13:58

Una með 17 ára liðinu til Belfast

Keflvíkingurinn Una Margrét Einarsdóttir var á dögunum valin í U-17 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Belfast í apríl.  Um er að ræða fjögurra liða mót fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar.  Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn sem taka þátt í mótinu.  Una Margrét er fædd árið 1998 en á þrátt fyrir ungan aldur þó nokkra leiki með meistaraflokki Keflavíkur. Hún hefur áður tekið þátt í æfingum með yngri landsliðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024