Una Margrét skoraði gegn Englendingum
Garðmærin Una Margrét Einarsdóttir skoraði eina mark íslenska U-17 liðsins í 3-1 tapi gegn Englendingum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð þessa dagana. Una sem jafnframt er fyrirliði liðsins leikur með Keflvíkingum í meistaraflokki en hún þykir mikið efni.
Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en næsti leikur er gegn Hollendingum í dag klukkan 16:00.