Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ummæli knattspyrnuþjálfara valda titringi
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 12:26

Ummæli knattspyrnuþjálfara valda titringi

Njarðvíkingar ósáttir vegna færslu um Stefan Bonneau

Ummæli Guðmundar Steinarssonar þjálfara knattspyrnuliðs Njarðvíkinga, um meiðsli Stefan Bonneau, hafa vakið nokkra reiði meðal Njarðvíkinga. 

Guðmundur skrifaði tíst í gær þar sem hann ber upp þá spurningu hvort Njarðvíkingar muni aftur standa við bakið á Stefan í enduhæfingu vegna slitinnar hásinnar eins og þeir hafa gert undanfarna mánuði. Viðtal við Gunnar Örlygsson formann körfuknattleiksdeildar UMFN fyrr í vetur, vakti nokkra athygli þar sem Gunnar talaði um náungakærleik félagsins í garð Stefan.