UMFN verðlaunaði góða félaga
Hjalti Már og Geirný hlutu Ólafsbikarinn
Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur var haldinn þann 12. apríl síðastliðinn.
Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir góð störf ásamt því að ný stofnuð rafíþróttadeild Njarðvíkur.
Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn formaður til eins árs, Hámundur Örn Helgason og Anna Andrésdóttir sitja áfram í stjórn þar sem þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi, Einara Lilja Kristjánsdóttir og Þórdís Björg Ingólfsdóttir voru endurkjörnar til tveggja ára stjórnarsetu, Guðný Björg Karlsdóttir og Thor Hallgrímsson kjörin varamenn til eins árs.
Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir góð störf sín fyrir félagið. Hjónin Hjalti Már og Geirný Geirsdóttir fengu Ólafsbikarinn en hann er viðurkenning fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið. Þetta er í þrítugasta og fyrsta skipti sem bikarinn er afhentur.
Aðrar heiðursviðurkenningar voru þessar:
Bronsmerki UMFN fyrir tíu ára starf eða keppni fyrir félagið
Ísak Tómasson – leikmaður og þjálfari fyrir körfuknattleiksdeild
Vala Rún Vilhjálmsdóttir – störf í þágu körfuknattleiksdeildar til fjölda ára
Haukur Aðalsteinsson – stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir knattspyrnudeild
Már Brynjarsson – stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir knattspyrnudeild
Þórdís B. Ingólfsdóttir – stjórnar og nefndarstörf aðalstjórn, körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild
Ellert Björn Ómarsson – keppni og störf fyrir Massa síðan 2011 og setið í stjórn frá 2014
Gullmerki UMFN fyrir frábær störf í þágu félagsins en þó aldrei fyrr en eftir tuttugu ára
Sigurgeir Svavarsson – sjálfboðaliðastörf hjá körfuknattleiksdeild til fjölda ára
Gunnar Örlygsson – átta ár sem leikmaður, síðar formaður, stjórnarmaður og mikilvægur styrktaraðili til fjölda ára fyrir körfuknattleiksdeild
Bjarni Sæmundsson – sem leikmaður, stjórnarmaður og sjálfboðaliði fyrir knattspyrnudeild