Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

UMFN verðlaunaði góða félaga
Geirný Geirsdóttir og Hjalti Már Brynjarsson fengu Ólafsbikarinn.
Fimmtudagur 27. apríl 2023 kl. 09:57

UMFN verðlaunaði góða félaga

Hjalti Már og Geirný hlutu Ólafsbikarinn

Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur var haldinn þann 12. apríl síðastliðinn.

Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir góð störf ásamt því að ný stofnuð rafíþróttadeild Njarðvíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn formaður til eins árs, Hámundur Örn Helgason og Anna Andrésdóttir sitja áfram í stjórn þar sem þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi, Einara Lilja Kristjánsdóttir og Þórdís Björg Ingólfsdóttir voru endurkjörnar til tveggja ára stjórnarsetu, Guðný Björg Karlsdóttir og Thor Hallgrímsson kjörin varamenn til eins árs.

Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir góð störf sín fyrir félagið. Hjónin Hjalti Már og Geirný Geirsdóttir fengu Ólafsbikarinn en hann er viðurkenning fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið. Þetta er í þrítugasta og fyrsta skipti sem bikarinn er afhentur.

Ellefu einstaklingar fengu viðurkenningar fyrir frábær störf fyrir UMFN. Hér eru þeir sem áttu heimangengt á aðalfundinn.

Aðrar heiðursviðurkenningar voru þessar:

Bronsmerki UMFN fyrir tíu ára starf eða keppni fyrir félagið
Ísak Tómasson – leikmaður og þjálfari fyrir körfuknattleiksdeild
Vala Rún Vilhjálmsdóttir – störf í þágu körfuknattleiksdeildar til fjölda ára
Haukur Aðalsteinsson – stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir knattspyrnudeild
Már Brynjarsson – stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir knattspyrnudeild
Þórdís B. Ingólfsdóttir – stjórnar og nefndarstörf aðalstjórn, körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild
Ellert Björn Ómarsson – keppni og störf fyrir Massa síðan 2011 og setið í stjórn frá 2014
Gullmerki UMFN fyrir frábær störf í þágu félagsins en þó aldrei fyrr en eftir tuttugu ára
Sigurgeir Svavarsson – sjálfboðaliðastörf hjá körfuknattleiksdeild til fjölda ára
Gunnar Örlygsson – átta ár sem leikmaður, síðar formaður, stjórnarmaður og mikilvægur styrktaraðili til fjölda ára fyrir körfuknattleiksdeild
Bjarni Sæmundsson – sem leikmaður, stjórnarmaður og sjálfboðaliði fyrir knattspyrnudeild