Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

UMFN KR: Viðtöl, video og ljósmyndagallery
Föstudagur 20. janúar 2006 kl. 16:58

UMFN KR: Viðtöl, video og ljósmyndagallery

Njarðvíkingar mega þakka sínum sæla fyrir að hafa hrósað sigri gegn KR í Ljónagryfjunni í gær, 87-84. Fyrsti leikhluti var eitthvað það versta sem sést hefur til Njarðvíkinga í langan tíma þar sem KR ingar skoruðu fyrstu 14 stigin og leiddu 11-32 eftir leikhlutann. Fannar Ólafsson, Omari Wesley, Pálmi Sigurgeirsson og Níels Dungal voru allir með 8 stig á þeim tímapunkti og um tíma virtist sem að allt sem þeir hentu upp í loftið færi í körfuna.

Í öðrum leikhluta fóru að sjást batamerki á leik heimamanna og þeir minnkuðu muninn niður í 9 stig, 43-52, fyrir hálfleik. Þá var sóknarleikurinn farinn að ganga með þá Friðrik Stefánsson, Brenton Birmingham og Kristján Sigurðsson í broddi fylkingar. Kristján átti sérlega góðan leik og setti 14 stig, þar af 4 þriggja stiga körfur. Vörnin var líka farin að loka fyrir auðveldar körfur sem KR-ingar fengu nóg af í upphafi.

Í þriðja leikhluta komu Njarðvíkingar fílefldir til leiks með fyrirliðann Halldór Karlsson í broddi fylkingar. Hann skoraði 12 stig í öllum regnbogans litum og pakkaði Omari Wesley saman í vörninni.

Halldór jafnaði leikinn í fyrsta skipti í stöðunni 56-56 um miðjan leikhlutann og svo aftur 59-59 með þriggja stiga körfu. Njarðvíkingar náðu forystunni, 64-62 en Pálmi setti tvær 3ja stiga körfur rétt fyrir lok leikhlutans og var staðan því 64-68 fyrir lokasprettinn.

Leikurinn var spennuþrunginn allan leikhlutann þar sem bæði lið gerðu sig sek um mistök, en Jeb Ivey, sem hafði vart sést allan leikinn, hrökk í gang á ögurstundu og kom sínum mönnum í 84-80 þegar 1 mínúta var tilleiksloka. Ivey er ein besta vítaskytta sem leikið hefur hér á landi en hann hitti aðeins úr 6 af 11 skotum af línunni í gær.
Þegar skammt var eftir voru Njarðvíkingar með 87-82 forystu og Wesley gerði síðustu tvö stig leiksins um leið og flautan gall.

Ljósmyndir: Ljósmyndagallery úr leiknum

Video: Svipmyndir úr leiknum

Video: Viðtal við Einar Árna

Video: Viðtal við Halldór Karlsson

Video: Viðtal við Fannar Ólafsson

Video: Viðtal við Herbert Arnarson

Bílakjarninn
Bílakjarninn