UMFN Knock Out Cup meistarar annað árið í röð
Njarðvíkingar náðu þeim glæsilega áfanga að sigra í annað árið í röð á Knock Out Cup mótinu í Árósum í Danmörku í dag. Egill Jónasson tryggði sigur á Bakken Bears, 67-69, með glæsilegri troðslu yfir varnarmenn Dananna þegar 6 sekúndur voru eftir af leiknum.
Tölfræði Njarðvíkinga, tekið af www.umfn.is:
Jeb Ivey 24 stig (7 fráköst, 7 stoð)
Friðrik Stefánsson 14 stig (14 fráköst, 5 stoð, 3 stolnir)
Brenton Birmingham 13 stig (3 stolnir)
Egill Jónasson 9 stig (6 fráköst, 5 varin)
Kristján Sigurðsson 6 stig
Ragnar Ragnarsson 3 stig
Guðmundur Jónsson, Halldór Karlsson og Jóhann Ólafsson léku einnig án þess að skora.
Nánari umfjöllun um leikinn má finna á heimasíðu félagsins, eða með því að smella hér