UMFG: Uppbyggingu íþróttamannvirkja verði hraðað
Ungmennafélag Grindavíkur skorar á bæjaryfirvöld í Grindavík að skerða ekki samninga við deildir félagsins. Í áskoruninni kemur fram að á síðasta ári þegar ókeypis æfingagjöld voru tekin upp hafi iðkendum innan UMFG fjölgað um 130. Aðalfundur UMFG fór fram í gærkvöldi þar sem þessi áskorun var samþykkt.
Í annarri áskorun sem fundurinn samþykkti er skorað á bæjaryfirvöld að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja ekki síst í ljósi þess að fram að áramótum fæst endurgreiddur virðsaukaskattur af bygginu slíkra mannvirkja. Félagið segir það spara bæjarfélaginu stórar fjárhæðir og þess sem framkvæmdirnar yrðu bein innspýting í atvinnulífið.
---
VFmynd/ Nýtt knattspyrnuhús var nýlega vígt í Grindavík.