Um hvatagreiðslur vegna íþróttaiðkunar
Reykjanesbær greiðir árlega hverju barni sem lögheimili á í bæjarfélaginu og er á aldrinum 6-16 ára (grunnskólaaldri) kr. 15.000 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta,- tómstunda og listgreinastarfi. Skilyrði þess að hægt sé að nýta hvatagreiðslurnar er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara og kennara/leiðbeinanda og nái yfir eina önn eða að lágmarki 8 vikur.
Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur að hluta eða að fullu þá falla eftirstöðvar niður um áramót.
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar biður gjaldkera íþrótta- og tómstundafélaga (líka listgreinar s.s. dans, söngur og ballet) í Reykjanesbæ að senda á rafrænu formi (exel-skjal) eftirfarandi upplýsingar á netfangið [email protected]
Staðfestingu á að iðkandi /þátttakandi hjá deild/félagi hafi greitt æfinga- eða þátttökugjald vegna ársins 2015, upphæð gjaldsins, kennitölu og nafn barns og kennitölu, reikningsnúmer og nafn foreldris/forráðamanns.
Þegar þessar upplýsingar hafa borist Þjónustuveri bæjarins mun Reykjanesbær greiða kr. 15.000.- til foreldra barna í gegnum kerfið mittreykjanes. Greiðsla fer fram 10. hvers mánaðar, í fyrsta skipti 10. febrúar og lýkur 10. desember 2015.
Hvatagreiðslur nýtast ekki fyrir Frístundaskólann.
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar