Um 100 þátttakendur í Suðurnesjamaraþoni
Um eitthundrað þátttakendur taka nú þátt í Suðurnesjamaraþoni sem nú fer fram í Reykjanesbæ. Hlaupið er þrjár vegalengdir. Boðið er upp á 3,5 km. skemmtiskokk, 7 km. hlaup og 10 km. hlaup, en einnig keppir fólk á línuskautum og reiðhjólum.Hlaupið var ræst frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíl nú á tólfta tímanum og fyrstu keppendur ættu að fara að koma í mark innan fárra mínútna.
Við birtum úrslit í hlaupinu um leið og þau berast.
Við birtum úrslit í hlaupinu um leið og þau berast.