Um 100 kylfingar taka þátt í Meistaramóti GS
Það er fín þátttaka í Meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja sem hófst í gær á Hólmsvelli í Leiru. Um stærsta golfmót ársins er að ræða meðal kylfinga GS en meistaramótsvikan er jafnan hátidur golfsumarsins hjá felstum kylfingum landsins.
Um 100 kylfingar eru skráðir til leiks í mótinu og fóru nokkrir flokkar af stað í gær. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra GS, er mikil stemmning meðal kylfinga í Leirunni um þessar mundir.
„Veðurspá næstu daga lofar góðu og það er alltaf mikil eftirvænting að hefja leik í meistaramótinu. Þátttaka er svipuð og hún hefur verið síðustu ár. Það er leikið í mörgum flokkum og því eiga margir möguleika á sigri,“ segir Gunnar. Hólmsvöllur í Leiru er grænn og fagur um þessar mundir eftir rigninu að undanförnu.
„Við höfum lent í því síðustu ár að völlurinn brennur upp í sumarsólinni og verður gulleitur. Við höfum hins vegar alveg sloppið við það í sumar og völlurinn er bara í mjög fínu ásigkomulagi.“