U-20 landslið karla og kvenna tilkynnt
10 leikmenn frá Suðurnesjum í liðunum
Bjarni Magnússon, landsliðsþjálfari u-20 kvennaliðs Íslands og Finnur Stefánsson, landsliðsþjálfari u-20 karlaliðs Íslands hafa tilkynnt þá leikmenn sem munu leika fyrir hönd þjóðarinnar á Norðurlandamótum sem fara fram um miðjan júní í Danmörku (konur) og Finnlandi (karlar).
Suðurnesin eiga samtals 10 fulltrúa í liðunum tveimur, 6 konur og 4 karla.
Eftirtaldir leikmenn frá Suðurnesjum leika með u-20 liði kvenna:
Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Grindavík
Marín Laufey Davíðsdóttir · Keflavík
Hallveig Jónsdóttir · Keflavík
Ingunn Embla Kristínardóttir · Keflavík
Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík
Eftirtaldir leikmenn frá Suðurnesjum leika með u-20 liði karla:
Jón Axel Guðmundsson · Grindavík
Oddur Rúnar Kristjánsson · Grindavík
Maciej Baginski · Njarðvík
Eysteinn Ævarsson · Keflavík