Tyson til Grindavíkur
Grindvíkingar hafa fengið nýjan leikmann í meistaraflokk karla. Hann er 23 ára gamall Bandaríkjamaður, Tyson Patterson.Tyson Patterson kemur frá Norður-Karolínu og lék með Appalachian State háskólanum og síðan í belgísku 1. deildinni í fyrra. Hann er bakvörður og hefur mjög áhugaverðan feril að baki og verður vafalaust mikill styrkur fyrir liðið, segir á heimasíðu Grindavíkurkörfunnar.