Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvöfalt í Sláturhúsinu
Sunnudagur 17. desember 2006 kl. 16:12

Tvöfalt í Sláturhúsinu

Tveir stórleikir fara fram í Sláturhúsinu í Keflavík í dag. Fyrri leikurinn hefst kl. 17:15 þegar Keflavík tekur á móti Íslandsmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna og kl. 19:15 mætast Keflavík og Grindavík í karlaflokki.

Haukar og Keflavík eru á toppi kvennadeildarinnar bæði með 16 stig en Haukar eiga leik til góða á Keflavík.

Í karlaflokki eru Keflvíkingar í 5. sæti deildarinnar og Grindvíkingar í því sjötta en hafa leikið einum leik meira en Keflavík.

Kl. 19:15 í Hafnarfirði taka svo heimamenn á móti Íslandsmeisturunum úr Njarðvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024