Tvöfalt í 50m skriði í unglingaflokki hjá Nes
 Síðastliðna helgi 5. og 6. mars var haldið Íslandsmót Íþróttasambands Fatlaðra í sundi í nýju 50m innilauginni í Laugardalnum „Ellalaug“. Þetta var í fyrsta skipti sem ÍF heldur íslandsmót í 50 metra laug.
Síðastliðna helgi 5. og 6. mars var haldið Íslandsmót Íþróttasambands Fatlaðra í sundi í nýju 50m innilauginni í Laugardalnum „Ellalaug“. Þetta var í fyrsta skipti sem ÍF heldur íslandsmót í 50 metra laug.Nes átti níu keppendur á mótinu sem kepptu í 50m bringusundi og 50m skriðsundi. Í unglingaflokki kepptu Valur Freyr Ástuson sem náði 1. sæti, gull, í 50m skriðsundi og 3. sæti, brons, í 50m bringusundi og Guðmundur Ingi Margeirsson sem náði 2. sæti, silfur, í 50m skriðsundi og 50m bringusundi.
Aðrir keppendur Nes voru þau Jósef Pétursson, Bryndís Brynjólfsdóttir, Arngrímur G. Arnarsson og Davíð Már Guðmundsson sem kepptu í eldri flokki áttu einnig mjög góð sund og bættu sum tímana sína til muna.
 
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				