Tvöfaldur sigur hjá Jóhanni Birni
Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark í norsku úrvalsdeildinni í dag þegar Lyn sigraði Odd Grenland 3-0. Jóhann var að spila í nýrri stöðu sem framherji og átti frábæran leik og var valinn maður leiksins. Lyn eru því enn í efsta sæti deildarinnar, með 28 stig eftir 12 leiki, tveimur stigum á undan Molde.Þess má geta að Jóhann vann tvöfaldan sigur um helgina því fyrir utan það að Lyn skyldi sigra leikinn 3-0 og hann setti sitt fyrsta mark í norsku deildinni eignaðist hann son á laugardag. Það er því óhætt að segja að lífið leiki við Jóhann þessa daganna og óskum við á Víkurfréttum Jóhanni og Bryndísi innilega til hamingju.