Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 16. maí 2005 kl. 21:51

Tvö töp í fyrstu umferð

Keflavík og Grindavík töpuðu bæði leikjum sínum í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla í kvöld.

Grindavík tapaði fyrir Valsmönnum á Hlíðarenda, 3-1, en Valsmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin á fyrsta hálftímanum. Magnús Sverrir Þorsteinsson minnkaði svo muninn fyrir Grindavík á 68. mín.

Keflavík laut í gras á heimavelli þegar Íslandsmeistaralið FH kom í heimsókn. Lokatölurnar, 0-3, gefa þó ekki rétta mynd af gangi leiksins því FH skoraði síðustu tvö mörkin í uppbótartíma. Tryggvi Guðmundsson og Ármann Smári Björnsson skoruðu mörk FH ásamt því sem að Brian O'Callaghan gerði sjálfsmark.

Nánar síðar...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024