Tvö töp hjá Keflavík í sömu vikunni

Keflvíkingar töpuðu öðrum leik í sömu vikunni þegar þeir þurftu að lúta í gras í Domino’s deildinni í körfubolta í Frostaskjólinu í gærkvöldi gegn KR. Viðureignin var æsispennandi en heimamenn voru sterkari á lokasekúndunum og innbirtu 80-76 sigur.
Keflvíkingar töpuðu öðrum leiknum í röð, fyrst gegn Njarðvík fyrr í vikunni og svo gegn KR. Í báðum viðureignum hefðu þeir getað unnið leikinn en náðu ekki að klára dæmin í blálokin þegar þeim tókst ekki að vinna frákast eftir víti.
Leikurinn gegn KR var skemmtilegur eins og gegn Njarðvík. Stuð og stemning eins og í úrslitakeppninni. Spennan var mikil á lokamínútunum og lokamínútunni þar sem sigurinn gat endað báðum meginn.
Útlendingarnir voru atkvæðamiklir hjá Keflvíkingum og skoruðu flest stigin.

Keflavík: Michael Craion 24/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Mindaugas Kacinas 17/10 fráköst, Mantas Mockevicius 11/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 7, Gunnar Ólafsson 7.