Tvö Suðurnesjalið í toppbaráttu 2. deildar
Víðismenn gerðu góða ferð til Húsavíkur og sigruðu heimaenn 1:3 í fjörugum leik og Voga-Þróttur gerði sér lítið fyrir og vann topplið Leiknis á Vogaídýfuvellinum í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Helgi Þór Jónsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og kom Garðmönnum í 0:2 forystu. Heimamenn minnkuðu muninn þegar 11 mín. voru til leiksloka en gestirnir létu ekki þar við sitja og bættu við marki á 89. mínútu þegar Ari Steinn Guðmundsson skoraði þriðja markið.
Ásbjörn Ingvarsson kom Þrótt yfir á 65. mínútu en Alexis Alexandrenne tvöfaldaði forystu heimamanna og þannig lauk leiknum, 2:0 fyrir Þrótti.
Með úrslitum helgarinnar hefur staðan á toppnum jafnast. Víðismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, þremur á eftir toppliði Leiknis og tveimur á etir Vestra. Þróttarar eru í 5. sæti með 25 stig. Toppbaráttan gæti varla verið jafnari en aðeins tíu stig skilja af efsta og liðið í þriðja neðsta sæti.