Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvö Suðurnesjalið í bikarúrslitum í körfunni í dag
Laugardagur 20. febrúar 2010 kl. 11:26

Tvö Suðurnesjalið í bikarúrslitum í körfunni í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bikarúrslitaleikirnir í körfu verða í Laugardalshöllinni verða í dag og tvö Suðurnesjalið eru í eldlínunni, karlalið Grindavíkur og kvennalið Keflavíkur. Fyrri leikurinn verður kl.14 og sá síðari beint á eftir. 

Grindvíkingar hafa aldrei tapað úrslitaleik og unnið bikarinn fjórum sinnum sem hlýtur að telja frábær árangur. Guðlaugur Eyjólfsson,leikmaður Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að Grindvíkingar ætluðu sér ekki að breyta út af vananum heldur halda áfram að koma með bikarinn til Grindavíkur. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur sagðist eiga von á jöfnum leik en það færi algerlega eftir því hvernig stúlkurnar myndu vakna í morgun, laugardag. „Það er hægt að vera með frábæran undirbúning en þegar öllu er á botninn hvolt þá er það hugarfarið sem skiptir öllu máli, hversu mikið manni langar að vinna þenna bikar þegar maður er kominn inn á völlinn“.

Sú nýjung verður í úrslitaleikjunum að valinn verður besti leikmaður í leikjunum. Það verður kunngert í hefðbundinni verðlaunaafhendingu að leikjum loknum. Á milli leikhluta fá nokkrir áhorfendur að spreyta sig frá 3-stiga línunni og í vinning verða NBA treyjur. Einnig verður körfuboltum kastað upp í stúku fyrir unga og kappsama iðkendur til að eiga.

Miðasala er í fullum gangi á midi.is og er eitt miðaverð á báða leiki. Miðaverð er ódýrara í forsölu.

Á myndinni að ofan má sjá Grindvíkinga fagna sigri í Njarðvík og að neðan eru þjálfarar kvennaliðanna, Henning Henningsson og Jón Halldór Eðvaldsson með bikarinn á milli sín.