Tvö Suðurnesjalið berjast í bikarnum
16 liða úrslit bikarkeppni karla í knattspynu fara fram í kvöld og eygja tvö Suðurnesjalið möguleika um að komast áfram. Grindvíkingar fara norður og spila við KA menn. Reynir Sandgerði sem leika í 2. deild, heimsækja úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í Garðabænum. Reynismenn eru sem stendur á toppi 2. deildarinnar en Stjarnan er í 4. sæti úrvalsdeildar.
Grindvíkingar slógu út granna sína frá Keflavík í síðustu umferð en þó skortir þá enn sigur í deildarkeppni þetta sumarið og verma botnsætið í úrvalsdeildinni sem stendur. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.