Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvö stig hjá Suðurnesjaliðunum þremur
Mánudagur 22. ágúst 2016 kl. 09:19

Tvö stig hjá Suðurnesjaliðunum þremur

Þróttarar gerðu 2-2 jafntefli við Einherja í 3. deild karla í fótboltanum, í gær sunnudag. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik en það voru þeir Tómas Tómas Ingi Urbancic og Kristinn Aron Hjartarson sem skoruðu mörk Vogamanna með mínútu millibili. Þróttarar sitja í fimmta sæti deildarinnar eftir 14 umferðir.

Víðismenn töpuðu toppslagnum gegn Tindastólsmönnum 2-0 á útivelli á laugardeginum en liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stólarnir hafa nú átta stiga forystu á Víðismenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sandgerðingar gerðu markalaust jafntefli á heimavelli sínum gegn KFR en Reynismenn eru sæti fyrir neðan Þróttarar, en einu stigi munar á liðinum.

Staðan í deildinni