Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvö rauð spjöld í grannaslag
Miðvikudagur 6. júlí 2016 kl. 12:26

Tvö rauð spjöld í grannaslag

Víðismenn unnu Þróttara 0-3 í Vogunum

Víðismenn voru fljótir að jafna sig eftir fyrsta tap sitt gegn Tindastólsmönnum í 3. deild karla í fótboltanum. Nú síðast unnu þeir 0-3 sigur á grönnum sínum í Þrótti í Vogunum. Mönnum var heitt í hamsi í grannaslagnum og fékk hvort lið  að líta rauða spjaldið. Alexander Magnússon fékk að fjúka af velli hjá Þrótturum í fyrri hálfleik en Milos Jugovic fékk reisupassann undir lok leiks hjá Víðismönnum.

Markaskorarinn Helgi Þór Jónsson heldur uppteknum hætti, en hann skoraði tvö marka Víðismanna í leiknum. Róbert Örn Ólafsson skoraði svo eitt mark. Víðismenn eru í 2. sæti deildarinnar ásamt Tindastólsmönnum en Þróttarar eru í 7. sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024